Á bláum hnetti langt úti í geimnum búa börn sem fullorðnast ekki. Dag nokkurn birtist vera sem umturnar áhyggjulausu lífi þeirra og leiðir þau í háskalega ferð. Hrífandi og margverðlaunað ævintýri skreytt áhrifamiklum litmyndum Áslaugar Jónsdóttur.
Sagan af bláa hnettinum er ein víðförlasta barnabók síðari ára en hún er m.a. komin út í Bandaríkjunum, Kína, Japan, Grikklandi, Taílandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda.
Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 og „Verðlaun verðlaunanna“ árið 2009 í tilefni af 20 ára afmælis Íslensku bókmenntarverðlaunanna – auk fjölda annarra verðlauna og tilnefninga.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 20 mínútur að lengd. Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun