Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Arundhati Roy

Ráðuneyti æðstu hamingju er margbrotin, ágeng, gáskafull og átakanleg saga frá Indlandi, eftir Arundhati Roy, höfund verðlauna- og metsölubókarinnar Guð hins smáa.

Frásögnin spannar mörg ár og söguþráðurinn vindur sig frá öngstrætum Gömlu-Delhi og breiðstrætum nýrra borgarhverfa til fjallanna og dalanna í Kasmír, þar sem stríð er friður og friður stríð. Sagt er frá fólki á jaðri samfélagsins og fólki í felum, hundeltu fólki og útskúfuðu – þetta er í senn óður til lífsins, brothætt ástarsaga og mergjaður reiðilestur.

Allt getur gerst – og gerist. Fólk skiptir um kyn og ham, það hverfur og birtist, það deyr og lifir samt. Ráðuneyti æðstu hamingju er óviðjafnanleg skáldsaga þar sem mannlífið sjálft er undir smásjá; skuggahliðar þess, hverfulleiki og ærandi fegurð.

Árni Óskarsson þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 17 klukkustundir og 54 mínútur að lengd. Árni Óskarsson les.