Mía prinsessa á sér einungis eina ósk, ósköp einfalda og hógværa: Kvöldstund í síðkjól með kjólfataklæddum Michael – með öðrum orðum, ÚTSKRIFTARBALLIÐ!
Því miður bendir ekkert til þess það rætist. Í fyrsta lagi finnst Michael lokaböll asnaleg og langar alls ekki að fara. Til að bæta gráu ofan á svart stefnir í að skyndilegt allsherjarverkfall starfsfólks á veitingahúsum – sem kemur Míu meira við en hún kærir sig um að vita – komi í veg fyrir að ballið verði yfirleitt haldið.
Lýkur verkfallinu í tæka tíð? Tekst Míu að sannfæra Michael um að fara á ballið? Og það sem mestu máli skiptir: Fær Mía að fara í bleika ballkjólinn?
Prinsessa í bleiku er fimmta bókin um Míu prinsessu af Genóvíu og óhætt er að fullyrða að sjaldan hefur jafn mikið gengið á! Bókin hentar lesendum 10 ára og eldri.
Salka Guðmundsdóttir þýddi.
„Þessi bók stóðst allar væntingar – ef hún var bara ekki betri. …
Þetta er fantagóð bók fyrir stelpur á aldrinum 10 – 15 ára.“
Gunnhildur Sif, 14 ára / pressan.is
„Að byrja á nýrri Prinsessubók er eins og að opna konfektkassa.“
KLIATT
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun