Uppbygging bókarinnar eru litlar sögur um Orkideu og mömmu hennar og hvernig hún lærir að skrifa og lesa. Sagan byrjar þegar Orkidea er fjögurra ára og lýkur þegar hún byrjar í skóla. Hún notar ritun fyrst áður en hún getur lesið og lærir þannig bókstafi.
Bókin lýsir samvinnu Orkideu og mömmu hennar og hvernig þær fara í gengum þetta ævintýri, þegar barn byrjar að skrifa og lesa. Hún segir frá því hvernig höfundarnir Svanhvít og Jóhanna Lan tókust á við þetta verkefni. Öll ritunarsýnishorn eru gerð af Jóhönnu Lan.