Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Primo Levi, Magnús H.Guðjónsson þýddi

Primo Levi var ítalskur gyðingur og efnafræðingur sem lenti í fangabúðum nasista í Auschwitz en lifði af til að segja sögu sína. Hann var 25 ára þegar hann var færður í búðirnar árið 1944 og var þar í ellefu mánuði. Þegar rússneskir hermenn komu og frelsuðu fangana var hann nær dauða en lífi.

Bókin hefur að geyma einn fyrsta og mikilvægasta vitnisburðinn um þær ómennsku aðstæður sem fólk bjó við í fangabúðum nasista. Frásögnin er látlaus, blátt áfram og nákvæm, sem gefur henni ekki síst áhrifamátt sinn og trúverðugleika. Lesendur kynnast hér mönnum sem sviptir hafa verið öllu sem veitir þeim mannlega reisn og búa við ólýsanlegt harðræði og grimmd. Við sjáum hvað menn eru reiðubúnir til að gera svo að þeir haldi lífi – en líka kærleiksverk og mennsku, þrátt fyrir allt.

Magnús H. Guðjónsson þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 25 mínútur að lengd. Jóhann Sigurðarson les.

4.270 kr.
Afhending