Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurbjörg Þrastardóttir

Pálsteinn var fimmtíuogeins og alla þá daga sem hann hafði lifað eftir að hann fullorðnaðist hafði hann dreymt um að verða vitni að glæp …

Hér er á ferðinni litríkt sagnasafn um tilraunir manneskjunnar til að svífa – og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf.

Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar ljóð, leiktexta og prósa og er margkunn heima og erlendis fyrir einstakan og ísmeygilegan stíl. Hún á að baki fjölmargar ljóðabækur, tvær skáldsögur og margvísleg önnur verk. Sigurbjörg hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Blysfarir.