Höfundur: Sigrún Magnúsdóttir
Um jólin viljum við njóta samvista við ættingja og vini og þá er ekkert til sparað. Þessi litla matreiðslubók getur reynst ykkur vel við undirbúning jólaboðanna. Í henni er að finna fjölmargar girnilegar uppskriftir bæði að hefðbundnum og nýstárlegum réttum sem gaman er að bjóða upp á, allt frá forréttum að konfektmolunum með kaffinu.