Höfundur: Sigríður Logadóttir
Í sífellt flóknara samfélagi er öllum nauðsynlegt að kunna nokkur skil á lögum og rétti. Íbúðakaup, réttindi og skyldur hjóna, tryggingar, erfðir, reglur á vinnumarkaði – allt eru þetta þættir sem almenningur fæst að einhverju marki við í lífi sínu. Stofnendur fyrirtækja og sérfræðingar á ýmsum sviðum þurfa einnig að kunna skil á rétti sínum og skyldum. Inn í umfjöllunina er fléttað fjölmörgum dómum Hæstaréttar til skýringar.
Lög á bók, sem kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu, er gagnlegt og læsilegt undirstöðurit og hentar bæði nemendum í lögfræði og skyldum greinum og öllum almenningi. Höfundur bókarinnar, Sigríður Logadóttir, er aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands.
- Lög og réttur
- Stjórnskipun og stjórnarfar
- Dómstólar og réttarfar
- Persónuréttur og löggerningar
- Kröfur og skuldbindingar
- Verslun og viðskipti
- Atvinnurekstur og vinnumarkaður
- Peningar og verðbréf
- Tjón og bætur – Almannatryggingar
- Sifjar, börn og erfðir
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun