Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Eldjárn

Það er allt að fara í háaloft á Skuggaskeri: þangað stefnir bálreið kona í leit að dóttur sinni, bátar týnast í þykkri þoku og eitthvað skuggalegt er í bígerð. Á meðan situr fólkið í Fagradal og hefur áhyggjur af krökkunum sínum því það virðist ekki vera hægt að sigla út í skerið lengur.

Leyniturninn á Skuggaskeri er þriðja bókin um börnin sem struku úr Fagradal og dularfulla skerið sem þau gerðu að heimili sínu. Sú fyrsta, Strokubörnin á Skuggaskeri, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Sigrún Eldjárn hefur um árabil verið einn af virtustu og vinsælustu barnabókahöfundum landsins. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars Sögustein, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi; Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin; Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana; Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur og Íslensku bjartsýnisverðlaunin.

4.960 kr.
Afhending