Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Guðbergur Bergsson er löngu kunnur fyrir frumlegan skáldskap og slær hér enn á nýja strengi í nýrri bók: Leitin að barninu í gjánni – barnasaga ekki ætluð börnum. Í þessari ljúfu og táknrænu frásögn, sem sannarlega er skrifuð fyrir fullorðna, segir af ferðalagi barna, skólastjóra og kennslukonu um undarlega stigu. Leiðin liggur meðal annars inn um leynidyr í kjallara skólans en undir niðri kraumar önnur og áleitnari saga. Hún fjallar ekki síst um ímyndunaraflið sem stundum er tekið frá ungu fólki og þá ögrun sem felst í því að takast á við sjálfan sig. Ingi Jensson myndskreytir.

Guðbergur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, þ.á m. Norræn bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar og Íslensku bókmenntaverðlaunin í tvígang. Auk þess er hann einn afkastamesti þýðandi okkar úr spænsku og hefur átt stóran þátt í að kynna spænsku- og portúgölskumælandi höfunda hér á landi. Hann hefur einnig skrifað greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál í dagblöð og tímarit. Margar bækur Guðbergs hafa verið þýddar á önnur mál og hvarvetna hlotið afar góðar viðtökur.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun