Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Einar G. Harðarson
Rit er hentar öllum sem hafa leiðtogahæfileika eða óska sér að hafa þá. Höfundur rýnir í sögu sína sem er yfirgripsmikil og gefur afskaplega góð ráð. Ummæli um bókina sýna framar öllu að lesendur taka til sín fróðleikinn og geta nýtt sér hann í daglegu lífi. Bók sem er fyrir alla. Sjá Leidtogi.net
Hvað þarf leiðtogi að hafa til að bera? Einar G. Harðarson svarar þessari spurningu í ljósi reynslu sinnar sem frumkvöðull, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækja.

Bókin Leiðtogi er ekki sjálfshjálparbók í þeim skilningi að stappa stálinu í fólk og rífa það upp frá botninum. Koma því í gang. Þessi bók er frekar bókin sem kæmi í framhaldi af lestri þeirra bóka. Leiðbeiningar um hvernig þú tekst á við umhverfið og sjálfan þig eftir að þú hefur tekið ákvörðun, gert órjúfanlegan samning við sjálfan þig og sett þér stefnu. Ákvörðun um að takast á við allt sem í veginum verður með hugarfari sigurvegarans. Hugarfarinu, að ná bestum árangri í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Þessari bók er því ætlað að veita einstaklingum tækifæri til að tjá leiðtogahæfileika sína með frumkvæði og áræðni. Viljinn og þráin vísa veginn í krafti aga og dugnaðar.

Einar G. Harðarson var við nám í þjóðhagfræði við Gautaborgarháskóla og námi til löggildingar fasteigna, fyrirtækja- og skipasala við HÍ. Einar hefur stofnað og veitt forystu fyrirtækjum á mörgum sviðum. Má þar nefna verslunarrekstur, framleiðslufyrirtæki, fiskvinnslufyrirtæki, fasteignasölu og hefur hann náð ótrúlegum árangri í MLM (margþrepa markaðskerfi).

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun