Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Óliver Þorsteinsson

Í þessari æsispennandi lita og þrautabók sameinast Landverðirnir og Kafteinn Ísland í fyrsta skipti. Bókin er ekki einungis litabók heldur er frábær söguþráður í henni um það hvernig Kafteinn Ísland og Landverðirnir hittust og urðu teymi. Litaðu þínar uppáhalds íslensku ofurhetjur, hjálpaðu þeim að leysa þrautir og stöðva illmenni bókarinnar ásamt því að búa til þínar eigin ofurhetjur. Þetta verkefni snýst um það að gera öðrum gott, því það er það besta sem við getum gert. Allur hagnaður af litabókinni fer til Barnaspítala Hringsins sem við höfum áður styrkt með sölu á fyrri bókum Landvarðanna. Núna með hjálp ÞINNI og KAFTEINS ÍSLANDS stefnum við á að gefa enn meira! Nældu þér í bráðskemmtilega litabók og taktu þátt í þessu skemmtilega ævintýri með Landvörðunum og Kafteini Ísland. „Við getum það öll…að laða fram það besta í okkur sjálfum.“ -Kafteinn Ísland