Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Ritið Heimtur geymir safn ritgerða eftir samstarfsmenn og vini Gunnars Karlssonar prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands. Bókin kom út í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars þann 26. september 2009.

Ritstjórar ritgerðasafnsins eru Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson og Vésteinn Ólason.

Nafn sitt dregur ritið af þeim tíma haustsins þegar heimtur af fjalli voru það sem mest valt á í sveitum. Og ekki ber á öðru en að ritstjórar verksins hafi heimt vel og fjölbreytilega í sinni smölun. Efnistök bókarinnar er afar margbrotin en snerta þó öll með beinum eða óbeinum hætti fræðasvið Gunnars, Íslandssögu og heimspeki sagnfræðinnar.

Meðal viðfangsefna greinanna eru neysluviðhorf Íslendinga á árunum 1960-1990, ástleitin bréfaskrif Davíðs Stefánssonar skálds, félagsleg þýðing reiðinnar í Njáls sögu og hugleiðing um túlkun mannvirkjaleifa í Reykholti. Höfundar eru:

Agnes S. Arnórsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Auður G. Magnúsdóttir, Björn Teitsson, Böðvar Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Dagný Kristjánsdóttir, Eggert Þór Bernharðsson, Guðmundur Hálfdanarson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún Sveinbjarnardóttir, Heimir Pálsson, Helgi Skúli Kjartansson, Helgi Þorláksson, Jenny Jochens, Jesse Byock, Jón Viðar Sigurðsson, Kristján Jóhann Jónsson, Loftur Guttormsson, Már Jónsson, Orri Vésteinsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir, Sverrir Jakobsson, Vésteinn Ólason, Þorleifur Friðriksson, Þorleifur Hauksson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir.

Mál og menning gefur út.