Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hanne-Vibeke Holst

Charlotte Damgaard er tveggja barna móðir á fertugsaldri sem býr sig undir að flygja manni sínum til starfa í Afríku – þegar síminn hringir að kvöldlagi rétt fyrir jól. Á línunni er forsætisráðherra Dana og býður henni að setjast í stól umhverfisráðherra.

Charlotte nýtur hylli sem ráðherra og brátt er farið að nefna hana krónprinsessu flokksins. En það er ekki einfalt að vera ung kona á ráðherrastóli og innan skamms fer að bersta í hjónabandinu jafnt og sálarlífinu: Umhverfisráðherrann verður að spyrja sjálfa sig til hvers sé barist, hvort hugsjónir hennar og valdið til að hrinda þeim í framkvæmd sé þess virði að öllu sé fórnað.

Krónprinsessan hlaut frábæra dóma í heimalandinu enda er hér á ferð tímabær og áleitin saga um konu á framabraut, um miskunnarleysi fjölmiðlanna og hugsjónir sem víkja fyrir hagsmunum – eða stundum öfugt.

Halldóra Jónsdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 16 klukkustundir og 11 mínútur að lengd. Esther Talía Casey les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun