Jómfrú Ragnheiður var dóttir hins stórlynda og mikilhæfa Skálholtsbiskups, Brynjólfs Sveinssonar (1605-1675). Á Skálholtsstað er ungur og myndarlegur prestssonur frá Hruna, Daði Halldórsson. Hann er í miklum metum hjá biskupi sem felur honum að annast um einkakennslu dóttur sinnar. Þegar grunur um ástarsamband fellur á Ragnheiði og Daða gerir biskup dóttur sinni að sverja eið að hreinleika sínum. Fjörutíu vikum síðar elur hún barnið Þórð Daðason.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir er í meðförum Kambans sterk kona og gegnheil í ást sinni og viljastyrk. En í henni býr einnig stórlyndi og sjálfstæði sem ögrar kristilegu feðraveldi 17. aldar. Höfundur teflir hér fram sammannlegri baráttu ástar og lífs gagnvart öfgafullu og refsiglöðu kirkjuvaldi. Sá hluti af stórvirki Kambans sem hér birtist er fyrstu tvær bækur höfundar, Jómfrú Ragnheiður og Male domestica.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun