Heilabilun er gjarnan nefnd „fjölskyldusjúkdómur 21. aldarinnar“. Ástæðan er sú að aldur er helsti áhættuþáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun aukast hratt á næstu árum og áratugum. Þrátt fyrir áratugalangar rannsóknir hefur engin lækning við heilabilun fundist enn. Því er mikilvægt að samfélagið sé undir það búið að hlúa að stækkandi hópi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Til þess þarf að auka þekkingu á þeim sjúkdómum sem heyra undir heilabilun, bæta þjónustu við þennan hóp og fjölga úrræðum.
Bók þessi er hugsuð sem kennslubók fyrir heilbrigðisstéttir, en ekki síður fyrir aðstandendur og áhugafólk.
Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi MA, MS, hefur um langt árabil starfað að málefnum fólks með heilabilun og aðstandenda þess. Hún er höfundur bókarinnar Í skugga Alzheimers – Ástvinir segja frá og hefur gert rannsókn á heimaþjónustu fyrir fólk með heilabilun og rannsókn á aðstæðum fólks sem greinst hefur með Alzheimerssjúkdóm á aldrinum 45-65 ára. Auk þess hefur hún samið kennsluefni og séð um kennslu starfsfólks í umönnunarstörfum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun