Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson

Íslenski draumurinn er margslungin saga sem gerist á ýmsum sviðum og ólíkum tímum en er öðru fremur saga um vináttu tveggja manna, ást og svik. Er íslenski draumurinn frægð og frami
og skjótfenginn auður eða er hann vinna og strit? Er hann tálsýn, snýst hann um að skálda tilveru sína, vera annað en maður er, takast á við það sem maður ræður ekki við? Að vera frjáls og óháður en í rauninni ófrjáls og einskis megandi? Guðmundur Andri Thorsson kallar hér margar persónur til sögunnar og blandar saman alvöru, gríni, íhygli og óvæntum líkingum.
Íslenski draumurinn, sem er önnur skáldsaga Guðmundar Andra, hlaut afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda þegar hún kom fyrst út og þótti sýna vel stílgáfu höfundarins og fimleg tök hans á viðfangsefninu. Bókin var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Menningarverðlaun DV 1991.
Jón Yngvi Jóhannsson ritar formála að þessari útgáfu.

2.650 kr.
Afhending