Höfundur: Einar Lövdahl
Átta smásögur úr samtímanum, litaðar hlýju, húmor, angurværð og hreinskilinni nálgun á karlmennsku: Örþrifaráð til að safna skeggi, óbærilegt stefnumót og hvernig má niðurlægja aðra í góðu gríni.
Í miðju mannhafi, fyrsta skáldverk Einars Lövdahl, er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 50 mínútur að lengd. Arnmundur Ernst Backman les.