Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Lovisa er að nálgast þrítugt og finnst hún hafa staðnað í lífinu – hún telur sig álíka hæfileikalausa og Kim Kardashian, hún hefur óbeit á starfi sínu í Útivist og frístund, þar sem hún raðar mýflugnaeitri í hillur, þarf að þola leiðinlega kúnna og glímir við geðstirða yfirmenn.

Hið eina bærilega í vinnunni er Adrian sem hún er sjúklega skotin í en hann virðist þó ekkert fatta. Svo elskar hún föstudagshittinginn með vinkonum sínum sem halda því fram að hún þurfi að reyna við stráka eins og hún kaupi skó – Að höstla eins og hún verslar.

En alvaran kemur líka aftan að Lovisu. Til dæmis þegar henni verður ljóst að eldri systir hennar og fyrirmynd er í miklum vanda og fjölskyldan í litlu ástandi til að takast á við þá erfiðu stöðu.

Gagnrýnendur hafa sagt að Hözzlaðu eins og þú verslar sé fyrsta uppistandsskáldsagan. Þetta er bráðfyndin samtímaskáldsaga sem fær lesanda hvað eftir annað til að skella upp úr, en um leið einlæg og áleitin umfjöllun um alvarlegri hliðar lífsins.