Loftur Ámundason er öryggisvörður í Kringlunni. Einn góðan veðurdag uppgötvar hann samhengi hlutanna. Hann sér líka hvernig mennirnir sólunda lífinu og hann ákveður að bjarga mannkyninu.
Loftur fær til liðs við sig Kristrúnu lífstílsbloggara, Hauk kerfisfræðing í utanríkisráðuneytinu, Bob Dylan og Jesú Krist. Saman leggja þau á ráðin um björgun heimsins – um byltingu.
Hákon Jens Behrens (f. 1973) ólst upp í Keldnakoti við Stokkseyri. Í æsku og á unglingsárum starfaði Hákon við búskap, byggingarvinnu, fiskvinnslu og sjómennsku og er með fyrsta stigs vélstjórnarréttindi. Að loknu námi við Kvikmyndaskóla Íslands 1999 starfaði hann næsta áratug í sjónvarpi og við kvikmyndagerð, ýmist sem tæknimaður, útsendingarstjóri, framleiðandi eða dagskrárgerðarmaður. Síðasta hálfa áratug hefur Hákon lagst í flakk um veröld víða og sinnt ritstörfum.
Sauðfjárávarpið er fyrsta bók höfundar.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun