Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hormónajóga – leið til að endurvekja hormónabúskap þinn er bók fyrir konur sem finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins og ákveða að taka stjórn á eigin lífi. Einkenni eins og hitakóf, þreyta, svefntruflanir, mígreni og minni löngun til kynlífs eru allt mögulegir fylgifiskar breytingaskeiðsins sem búast má við að geri vart við sig á miðjum fimmtugsaldri – stundum fyrr.

Dinah Rodrigues hefur þróað sérstaka æfingaröð sem hefur skilað konum víðsvegar um heiminn undraverðum árangri. Hún sýnir fram á að með einföldum, mjúkum jógaæfingum og ákveðinni öndunar- og orkutækni er hægt að örva framleiðslu hormóna í líkamanum og draga þannig úr eða koma í veg fyrir margvísleg óþægindi á breytingaskeiðinu. Æfingaröðin hefur einnig reynst þeim konum vel sem stríða við ófrjósemi.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir hormónajóga- og hathajógakennari þýddi.