Heljarþrömer önnur bókin um unglinganjósnarann Alex Rider, sem er kominn aftur í skólann eftir að hafa tekið að sér stórhættulegt verkefni fyrir bresku leyniþjónustuna MI6.
Það er skrýtið að vera orðinn venjulegur unglingur aftur en það vill Alex samt allra helst. En MI6 vill eitthvað allt annað. Inn á þeirra borð kemur dularfullt mál: tveir áhrifamiklir menn eru myrtir hvor í sínu heimshorninu og það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að synir þeirra voru á Heljarþröm – einkaskóla hátt uppi í frönsku Ölpunum fyrir moldríka vandræðadrengi.
Leyniþjónustan þarf að koma sínum manni á svæðið og í það verk passar enginn betur en Alex. Vopnaður fölskum skilríkjum og háþróuðum hjálpartækjum leyniþjónustunnar innritast Alex á Heljarþröm í þeim tilgangi að komast að hinu sanna um hvað þar fer fram.
Bækurnar um Alex Rider hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun