Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Tom Stranger, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom Stranger. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom, meðal annars til að fá hann til að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Svar hans afvopnaði hana með einlægni sinni: skilyrðislaus játning og ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákveða þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar.

Handan fyrirgefningar er áhrifarík og mögnuð saga af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Bókin er skrifuð í samvinnu geranda og brotaþola sem er algert einsdæmi í heiminum enda kemur hún samtímis út í Englandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Ástralíu og á Íslandi.

Í febrúar 2017 vöktu þau Þórdís Elva og Tom heimsathygli með TED-fyrirlestri um efni bókarinnar.