Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Satomi Ichikawa

Dala-dala fjallar um ungan strák, Juma, sem ferðast með pabba sínum í lítilli dala-dala rútu á eyjunni sinni og uppgötvar hafið og að það séu fleiri lönd lengra í burtu …

Þessi litla bók er mjög stutt, en einstaklega innihaldsrík, með fallegum, nákvæmum teikningum, sem vekja forvitni og langanir. En fyrst og fremst kynnir bókin lesandanum unga aðra siðmenningu: Juma býr á eyju langt frá okkur, hann er með annann hörundlit en við, hann er múslími … Daglegt líf hans er ekki eins og íslenskra barna, leikföng hans ekki heldur … en, rétt eins og önnur börn íhugar Juma framtíð sína, og vill uppgötva umheiminn.

Þessir sameinlegu þættir á milli Juma og lesandans unga mynda í raun hjarta sögunnar, og eru skilabóðin sem bókin reynir að koma til okkar: við erum ekki öll eins og við höfum ekki sömu lífskjör, en við erum öll mennsk, með sömu langanir, sömu tilfinningar.

Satomi er japanskur höfundur sem skrifaði og myndskreytti líka bókina Tómatahátíðin um litla stelpu í Japan sem ræktar tómatplöntu hjá ömmu sinni. Satomi ferðast um heiminn með teiknibók, blýant og vatnsliti og er búin að gefa út margar barnabækur í Frakklandi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun