Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og framundan eru miklar breytingar. Róbotar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.
Hér fer Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, yfir iðnbyltingar fyrri tíma og ræðir við hverju megi búast af þeirri fjórðu. Undanfarin ár hefur Ólafur Andri kennt námskeiðið „Ný tækni“ við Háskólann í Reykjavík sem þykir sérlega áhugavert. Hann byggir þessa stórfróðlegu og læsilegu bók á þekkingu bæði samtímamanna og margra hugsuða fyrri tíma.
Hér er sérlega áhugaverð bók fyrir alla sem hafa til dæmis áhuga á tæknisögu, sjálfkeyrandi bílum, drónum, Netflix, Uber, örlögun Nokia, framgangi Apple og nýjungum hjá Google. Þessi bók er veisla fyrir tæknisinnað fólk og almenna áhugamenn.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun