Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristjana Friðbjörnsdóttir

Eftir að hafa leyst flókið sakamál ætlar Fjóli Fífils að taka sér frí. En hann er ekki búinn að vera lengi í stórborginni París þegar nýtt mál rekur á fjörur hans. Bíræfinn þjófur ræðst inn á hersafn borgarinnar um hábjartan dag og stelur sverði Napóleons Bónaparte, frægasta hershöfðingja Frakklands. Lögreglan hefur strax rannsókn málsins en safnstjórinn treystir Fjóla og félögum hans betur til verksins. En er Fjóli tilbúinn að fórna fríinu sínu?

Sverð Napóleons er ný skemmtisaga um spæjarann Fjóla Fífils eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Áður hafa komið út sögurnar Skuggaúrið og Lausnargjaldið en báðar hlutu þær feykifínar viðtökur bæði gagnrýnenda og ungra lesenda.

Bókin hentar spennufíklum á aldrinum 7-12 ára, bæði strákum og stelpum.

Myndskreytingar eftir Evu Kristjánsdóttur.

1.140 kr.
Afhending