Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Þorsteinn frá Hamri, ýmsir

Fararefni geymir safn greina sem urðu til í framhaldi af málþingi um Þorstein frá Hamri og verk hans haustið 2022. Í bókinni fjalla ellefu manns, skáld og fræðafólk, um ljóð Þorsteins, sagnaskáldskap og önnur skrif og varpa ljósi á verkin úr ólíkum áttum og með ólíkum aðferðum. Fremst er birt grein Þorsteins sjálfs frá árinu 1961 þar sem hann lýsir átthögum sínum í Borgarfirði. Ástráður Eysteinsson ritstýrir bókinni og skrifar inngang.

Þorsteinn frá Hamri var tæplega tvítugur þegar hans fyrsta ljóðabók, Í svörtum kufli, kom út árið 1958. Ljóðabækurnar urðu alls tuttugu og ein, en sú síðasta, Núna, kom út 2016. Einnig sendi hann frá sér skáldsögur og bækur með sagnaþáttum auk þýðinga. Þorsteinn lést árið 2018 og lét eftir sig dýran sjóð í ljóðum og lausu máli.