Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Sigtryggur Baldursson

[removed]

Minnið er svo dyntótt og lævíst.

Þannig hefst fyrsta sagan í Haugalygi sem jafnframt er fyrsta bók Sigtryggs Baldurssonar. Þar rifjar hann upp sögur sem hvorki eru alsannar né upplognar. Brot úr eigin ævi og annarra en líka sögur af alókunnugu fólki.

Þannig fylgjum við Sykurmolunum í ævintýraleg tónleikaferðalög, kynnumst hvernig er að búa í Bandaríkjunum sem barn og ungt foreldri, sjáum svo börnin verða foreldra og svo framvegis. Misheppnaðir KGB njósnarar skipuleggja bjarndýraveiðar meðan byssuglaðir Bandaríkjamenn komast í hann krappan í tryggingamálum. Karlaveislur í Vestmannaeyjum fara úr böndunum og við komumst að því að útflutningur íslenskrar tónlistar er í raun byggður á tungumálaörðugleikum.

Ævintýraleg frásagnargleði og hæglátur húmor höfundar skína í gegn í þessum sögum sem eru bæði úr lausu lofti gripnar og standa föstum fótum í raunveruleikanum.