Sumarið 1852 varð örlagaríkt í þorpinu Kengis, nyrst í Svíþjóð. Samíski pilturinn Jussi gengur um skóginn með prestinum, húsbónda sínum, sem les náttúruna eins og opna bók og hefur alið Jussa upp og miðlað honum af þekkingu sinni. Smalastúlkan Hilda er horfin og talið er að grimmur björn hafi grandað henni. Þegar lík Hildu finnst illa leikið sannfæra verksummerki prestinn um að enginn ferfætlingur hafi orðið henni að bana … Og svo fjölgar fórnarlömbunum, hjátrú og fordómar ná yfirhöndinni og andrúmsloftið verður sífellt myrkara.
Mikael Niemi sló í gegn með skáldsögunni Rokkað í Vittula sem kom út víða um heim og naut mikilla vinsælda. Hér leitar hann á vit sögunnar, skrifar um grasafræðinginn og trúarleiðtogann Lars Levi Læstadius og gerir hann að eins konar Sherlock Holmes. Eldum björn er einstaklega heillandi saga sem hefur fengið frábærar viðtökur og kemur nú út á íslensku í meistaralegri þýðingu Ísaks Harðarsonar.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 26 mínútur að lengd. Arnar Jónsson les.