Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hassan Blasim

Sögusvið þessara áleitnu sagna er Írak nútímans eftir fall Saddams Hussein, þar sem ríkir vargöld og upplausn á flestum sviðum. Sögurnar eru hispurslausar og harkalegar, húmorinn svartur, en í þeim má líka finna ljóðræna fegurð og mannlega nánd.

Hassan Blasim er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður frá Írak sem hefur búið í Finnlandi frá árinu 2004 en skrifar á arabísku. Þessi bók geymir úrval af smásögum hans sem hafa vakið geysilega athygli víða um lönd á undanförnum árum og hefur Blasim verið líkt við svo ólíka höfunda sem Kafka, William Burroughs og töfraraunsæisskáld Suður-Ameríku.

Sölvi Björn Sigurðsson þýddi sögurnar úr ensku.