Skáldsagan Effí Briest eftir þýska rithöfundinn Theodor Fontane (1819–1898), sem kom fyrst út 1895, er eitt af kunnustu stórvirkjum þýskra bókmennta. Það er til marks um vægi sögunnar að henni hefur verið skipað á bekk með Frú Bovary eftir Gustave Flaubert og Önnu Kareninu eftir Leo Tolstoj.