Metnaður kveikir í honum.
Samkeppnin rekur hann áfram.
En valdið er dýrkeypt.
Það er sláttudagur í Panem – tíundu Hungurleikarnir eru að hefjast. Hinn átján ára Kóríolanus Snow býr sig undir hlutverk sem getur gjörbreytt framtíð hans og Snow-ættarinnar. Hún hefur glatað fyrri völdum og áhrifum og nú veltur allt á því að honum takist að heilla Panem-búa, leika á skólafélaga sína og stýra framlagi sínu til sigurs í Hungurleikunum.
Líkurnar eru honum ekki í hag því að hann hefur fengið það niðurlægjandi hlutverk að leiðsegja stúlkunni úr tólfta umdæmi. En örlög þeirra eru samtvinnuð – sérhver ákvörðun sem Kóríolanus tekur getur leitt til sigurs eða glötunar. Inni á leikvanginum verður barist til síðasta blóðdropa. Kóríolanus áttar sig smám saman á því að honum stendur ekki á sama um stúlkuna … Hann þarf að velja – á hann að fylgja reglunum eða gera það sem þarf til að hún lifi af?
Ungmennabækur Suzanne Collins, Hungurleikarnir, Eldar kvikna og Hermiskaði, sátu árum saman á metsölulistum, fengu afar góða dóma og eftir þeim voru gerðar geysivinsælar kvikmyndir. Bækurnar hafa komið út um allan heim á fimmtíu og þremur tungumálum og selst í meira en 100 milljónum eintaka.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun