Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Kristín Ómarsdóttir

[removed]Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin …


Þessa setningu er ekki að finna hér, hún hangir bara í loftinu, einsog orðin sem voru tínd ofan í þessa bók – á meðan heimar lágu í kófi? Hér er safn sagna – skyndimynda – skjáskota – brota – sem K (skrifaði og) safnaði saman.

Staðsetning: nálæg borg, borg í fjarska, hvergi.