Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Salka Bókaútgáfa

D-vítamín er ekki dæmigert fjörefni. Við fáum ekki alltaf nægilegt magn þess úr fæðunni, enda verður það fyrst og fremst til fyrir áhrif sólarljóssins á húðina. Ef við njótum ekki nægilega mikillar sólar geta fæðubótarefni komið að gagni. Allar frumur, vefir og líffæri mannslíkamans eru búin viðtökum fyrir D-vítamín og þarfnast þess til að framkvæma ýmsar lífsnauðsynlegar aðgerðir.

D-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigt taugakerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er einnig nauðsynlegt fyrir húðina, beinin, sjónina og heyrnina – svo nokkuð sé nefnt og það ver okkur jafnframt fyrir alvarlegum sjúkdómum.

Ef D-vítamínbúskapur líkamans er góður getum við treyst því að verða heilsuhraustari og ánægðari með lífið. Þessi bók er full af fróðleik um gagnsemi D-vítamíns, áhrif þess á líkamsstarfssemina, hvaða vandamál geta skapast við skort á því og hvernig hægt er að bæta heilsuna með því að bæta D-vítamínbúskapinn.

Höfundurinn; Zoltan P. Rona útskrifaðist frá McGill Læknaháskólanum og er með meistaragráðu í lífefnafræði og læknisfræðilegri næringarfræði frá Háskólanum í Bridgeport í Connecticut. Hann er forseti Canadian Holistic Medical Association og er höfundur metsölubóka um heilsu og næringu en er auk þess læknisfræðilegur ritstjóri Encyclopedia of Natural Healing sem hlotið hefur Benjamin Franklin-verðlaunin (1998).

1.990 kr. 999 kr.
Fullt verð
1.990 kr.
Þú sparar
991 kr.
Afsláttur
50%
Afhending