Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Sirrý Arnardóttir

[removed]Langar þig til að eiga auðveldara með að spjalla við fólk í fjölmenni, sér í lagi þegar þú þekkir fáa? Viltu verða betri í að halda tækifærisræður? Hefurðu áhuga á að læra hvernig hægt er að taka virkari þátt í umræðum á fundum? Finnst þér þú tala of hratt þegar spennan tekur völdin? Hvernig er best að tjá sig á fjarfundum? Sirrý Arnardóttir hefur um árabil aðstoðað fólk við að tjá sig af meira öryggi og kennt ýmsar aðferðir sem beita má í samskiptum við ólíkar aðstæður. Þá hefur hún leiðbeint fólki um góð samskipti í rafheimum – en þar er sannarlega hægt að misstíga sig. Í þessari aðgengilegu bók opnar Sirrý þér sannkallaða verkfærakistu sem eykur þér öryggi í samskiptum og að tjá þig við hvers kyns aðstæður. Hún byggir hér að hluta til á metsölubók sinni Örugg tjáning sem kom út árið 2013 og bætir við nýjum köflum og fjölmörgum, skemmtilegum og hagnýtum ráðum og reynslusögum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun