Höfundur Quentin Bates
[removed]Glæpasaga sem gerist á Íslandi.
Í sumarlok verður meinleysislegur smiður, sem stundum tekur að sér verkefni á mörkum gráa hagkerfisins, aðgangshörðum handrukkara að bana í nauðvörn og felur líkið. Handrukkarans er saknað, mannshvarf tilkynnt til lögreglu og rannsóknarlögreglumennirnir Gunnhildur og Helgi fá málið í sínar hendur. En hinn horfni átti einnig sína félaga úr undirheimum sem nú vilja jafna metin og einn þeirra fer að leita að morðingjanum. Brátt er lögreglan á hælum beggja manna en smiðurinn er alltaf skrefinu á undan. Mun hann sleppa úr netinu sem stöðugt þrengist að honum?
Helgi Ingólfsson íslenskaði.
Sumarhrollur er fimmta bókin um lögregluforingjann Gunnhildi sem kemur út á íslensku. Fyrri bækurnar fjórar Á hálum ís, Bláköld lygi, Helköld illska og Kuldagustur hafa fengið hinar bestu viðtökur.
Enski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Quentin Bates hefur tekið ástfóstri við Ísland og sögusvið allra glæpasagna hans er á Íslandi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun