Fyrsta bókin í metsöluþríleik norsku skáldkonunnar Anne B. Ragde.
Í dimmum desembermánuði liggur gömul kona fyrir dauðanum í Þrándheimi. Á meðan hún bíður örlaga sinna þurfa eiginmaður hennar, þrír synir og sonardóttir að takast á við atburði fortíðar til þess að geta hafið nýtt líf. En hvernig eiga gamall maður sem þvær sér ekki, hundaþjálfari, smámunasamur útfararstjóri, svínabóndi og samkynhneigður gluggaútstillingameistari að finna sameiginlegan takt í tilverunni?
Anne B. Ragde er nú vinsælasti höfundur Noregs. Berlínaraspirnar varð margföld metsölubók í Noregi, skaut Da Vinci-lyklinum aftur fyrir sig, enda er hún skrifuð af miklu næmi fyrir ólíkum hliðum tilverunnar og snýst um grundvallarspurningar; hvernig hægt er að sættast við tilveruna í stað þess að flýja hana.
Pétur Ástvaldsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 17 mínútur að lengd. Margrét Örnólfsdóttir les.
„Áhrifamikil, vel skrifuð og geysilega heillandi skáldsaga“
Aftenposten
„Hittir beint í mark.“
Dagbladet
„Aldrei dautt augnablik … Anne B. Ragde hefur sérstaka hæfileika til þess að lýsa glímu venjulegs fólks við eigin kosti og galla þannig að það verður spennandi fyrir lesanda.“
Berit Kobro, VG
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun