Höfundur: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Þessi bók fjallar um fyrsta skóladag Nadiru. Hún er nýflutt til Íslands frá Írak. Nadira er feimin í fyrstu en hún er fljót að eignast vini og læra nokkur ný orð.
BEKKURINN MINN – LAUFLÉTT AÐ LESA er einfaldari útgáfa af hinum vinsæla bókaflokki Bekkurinn minn.
Hver bók er sögð frá sjónarhorni eins nemanda í íslenskum grunnskóla. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi og henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að stíga sín allra fyrstu skref á lestrarbrautinni.