Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Eldjárn

Sóldís og Sumarliði eru önnum kafin við að finna not fyrir allt tæknilega dótið sem leyndist í koparegginu úr fortíðinni: síma, rafhlöður, ritvél og fleira spennandi. Og margt annað er á seyði. Dularfull stelpa heldur af stað eftir leynigöngum, slúðrandi fréttahaukur hoppar um á priki, sauðmeinlaus sölumaður setur upp verslunarmiðstöð og rustarnir í dalnum leita allra leiða til að endurheimta völd sín.

Gullfossinn er framhald framtíðarsagna Sigrúnar Eldjárn, Silfurlykilsins og Kopareggsins. Fyrsta bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var
tilnefnd til bæði Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 4 mínútur að lengd. Berglind Alda Ástþórsdóttir les.