Paul Kalanithi var aðeins þrjátíu og sex ára og að ljúka námi í taugaskurðlækningum þegar hann greindist með fjórða stigs lungnakrabbamein. Hann var farsæll læknir sem glímdi við banvæna sjúkdóma hjá skjólstæðingum sínum en var svo allt í einu settur í stöðu þeirra sjálfur.
Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Hvað gerir maður þegar fótunum er kippt undan tilverunni? Þessar og fleiri spurningar glímdi Kalanithi við í dauðastríði sínu og miðlar með einstökum hætti í þessari áhrifaríku bók.
Andartak eilífðar er ógleymanlegur vitnisburður um lífslöngunina andspænis dauðanum, og einlæg frásögn um samskipti læknis og skjólstæðings eftir mann sem var hvort tveggja.
Andartak eilífðar var valin meðal bóka ársins af Washington Post, The New York Times og NPR.
Ólöf Pétursdóttir þýddi.