Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson

Meitlað orðfæri, leiftrandi mælska og einstök og heillandi sýn á lífið og tilveruna einkennir ljóðin í bókinni. Bókin er tileinkuð minningu dóttur Sigmundar Ernis, Eydísar Eddu, sem lést árið 2009 og tekst höfundurinn á við dótturmissinn í mörgum ljóðanna. Hann yrkir einnig um dýrðardaga bernskunnar í sveitinni; volga mjólk, Tímann, rauðan Farmal en líka fjarlæga staði; hægt klifur fjallarútu þar sem lífið er hvað lygnast í heiminum, systur við ólívutré, litla freknótta konu sem hnussar yfir gestum kaffihússins. Og menn sem komu fyrrum af hafi og konur sem komu af landi, að sagt var. Afviknir staðir er áttunda ljóðabók Sigmundar Ernis en sú fyrsta kom út árið 1980.


Veröld gefur út.