„Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“ Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu. Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.
Ýmislegt um risafurur og tímann er fjórða skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 2001. Hún var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Jón Kalman hefur sent frá sér þrettán skáldsögur, síðast Fjarvera þín er myrkur (2020) sem hlaut virt frönsk verðlaun Le Point og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun