Yahya Hassan hristi rækilega upp í dönsku menningarlífi þegar hann sendi, átján ára gamall, frá sér ljóðabók sem ber nafn hans og lýsir uppvexti í skugga gegndarlauss ofbeldis, bókstafstrúar og hræsni. Hann er ríkisfangslaus Palestínumaður frá Árósum og lýsir veröld upptökuheimila, úrræða, félagsráðgjafa, lögregluafskipta og fangelsa. Alla þessa aðila lætur hann hafa það óþvegið en þó fyrst og fremst sjálfan sig. Þremur mánuðum eftir að bókin kom út hafði hún selst í yfir 100.000 eintökum, en einnig valdið usla í dönskum stjórnmálum og aflað höfundi sínum bæði líkamsárása og líflátshótana svo hann kemur ekki lengur fram nema í fylgd lífvarða.
* * * 1/2
„… Hassan stígur hér fram og nánast öskrar á lesendur ævisögu sína … Krafturinn er helsti kostur ljóða Hassans, og bersgölin er áhrifamikil.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
„… hvílík orð, hvílík ljóð! Þau eru hrá, afar sterk og myndræn … Einstaklega áhrifamikil ljóðabók …“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun