Xiaomi 30w öflugur ferðahátalari
Xiaomi Sound Outdoor 30w ferðahátalarinn er lítill en öflugur hátalari með allt að 12 tíma rafhlöðuendingu. Hægt er að para 2 hátalara saman fyrir stereo hljóð.
15W Type-C hleðsla | 2.5klst hleðslutími | 597gr | IP67
Allt að 100 samtengdir hátalarar
Hefur þú ekki oft velt fyrir þér þessari setningu: "Vá þetta er frábær hátalari, en mikið væri nú gott að vera með 99 svona í viðbót samtengda þannig að ég geti heyrt magnaðan hljómburð í öllum krókum og kimum". Ekki þá leita lengra, hægt er að tengja allt að 100 hátalara saman með því einungis að halda inni "pairing" takkanum í um.þ.b. 3 sekúndur. Hver og einn hátalari spilar þá sama hljóð samtímis. Ef að 100stk hljóma of mikið þá er líka hægt að tengja bara tvo saman til þess að mynda stereo hljóð.
Kröftugur bassi
Á sitthvorum enda hátalarans eru bassakeilur sem að skila djúpum, kröftugum og ríkulegum bassa.
Léttur, nettur og handhægur
Þrátt fyrir að vera einstaklega kröftugur og endingargóður hátalari þá er hönnunin þægileg og ferðalagið haft í huga svo að tónlistin geti fylgt þér hvert sem er. Hátalarinn er með innbyggt hald og vegur einungis um 600gr.
Fær í flestann sjó
Hátalarinn er með IP67 vottun þannig hann þolir ágætlega rigningu og léttvægar vatnsskvettur, tilvalinn á bakkann eða í útileguna.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun