Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jón Torfason

Vorið 2009 vann Vinstri hreyfingin ─ grænt framboð stórsigur í Alþingiskosningum. Á skrifstofu flokksins var haft á orði að þar hefðu heiðarleiki og stefnufesta skilað sér.

Nokkrum árum síðar komu fram upplýsingar sem benda til þess að forysta flokksins hafi fyrir kosningar gengist inn á samkomulag við Samfylkinguna um aðildarumsókn Íslands að ESB. Þetta gekk þvert á allar yfirlýsingar flokksins í kosningabaráttunni og enginn vafi leikur á því að stóran hluta af kosningasigri VG mátti rekja til þess að þjóðin treysti stefnufestu hins unga flokks.

Eftir að VG hafði þannig hvikað frá helsta kosningamáli sínu voru ný strik dregin í sandinn á flokksráðsfundum og landsfundum. Þar kom við sögu aðlögun að stjórnkerfi ESB, beinir styrkir ESB til Íslands og fleira sem forystan samþykkti að gera að úrslitaatriði í stjórnarsamstarfinu. En hvarf síðan frá þeim loforðum jafnharðan. Við sögu komu einnig stórmál á borð við olíuleit á Drekasvæði, málefni sjávarútvegs og hinir margslungnu og einkennilegu Icesave-samningar.

Umskipti VG ollu eðlilega ólgu innan þingflokksins og í hreyfingunni allri. Fimm þingmenn hurfu úr þingflokkinum á kjörtímabilinu. Þeir og fylgismenn þeirra í grasrót flokksins fengu þá einkunn hjá núverandi formanni að vera einstrengingslegir einsmálsmenn. Bókin Villikettirnir og vegferð VG rekur þessa sögu með lifandi hætti. Umskipti flokksins eru með ólíkindum, svo úr verður saga sem er sorgleg en samt spennandi aflestrar.

Höfundurinn, Jón Torfason skjalavörður, hefur starfað í íslenskri vinstri hreyfingu í áratugi og var einn af stofnfélögum VG.

3.920 kr.
Afhending