Höfundur: André Franquin
Að vinna hjá bókaútgáfu Frosks getur verið dálítið erfitt á köflum. Sér í lagi ef starfskraftur eins og Viggó viðutan vinnur í húsinu.
En að eiga mann eins og hann í sínum röðum heldur manni við efnið. Endurprenta sumar bækur, mála upp á nýtt fundarherbergið, láta smíða nýtt sett af skrifstofulyklum, kaupa dýramat, ljósrita nýja samninga, steypa upp á nýtt heila skrifstofuhæð.
Já, manni leiðist ekki á daginn hjá Froskinum. Verst er þegar helgarnar eru LÍKA lagðar undir afglöp Viggós.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun