Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Þekkir þú einhvern sem vill helst hanga í tölvunni allan daginn? Þannig var Ævar vísindamaður þegar hann var ellefu ára. Það gekk meira að segja svo langt að hann skráði sig í sumarskóla til að þurfa ekki að vera úti í sólinni. En það reyndist vera stórhættuleg ákvörðun. Þetta var nefnilega enginn venjulegur skóli …
Fyrsta sagan um bernskubrek Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík, sló rækilega í gegn og hér halda ævintýrin áfram.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 14 mínútur að lengd. Höfundur les.