Höfundur: Þorsteinn Mar
Fyrir mörgum öldum spáði jórskur prestur því, að upp rynni öld Vargsins með svartnætti sínu og óvættum.
Þegar ókunnar verur ráðast á þorpið Vegamót vekur það óhug hjá íbúum þess og fær Ráðgríð, ásamt vini sínum Hræreki, það verkefni að láta greifann af Norðmæri vita en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér og mun reyna á vináttu þeirra. Hefur Ráðgríð það sem þarf til að vera hetja?
Vargsöld er fyrsta sagan í bókaflokki um Ráðgríð og ævintýri hennar. Áður hafa komið út tvær bækur eftir Þorstin Mar, smásagnasafnið Myrkfælni og skáldsagan Þoka.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun