Höfundur Margrét Marteinsdóttir og Rakel Garðarsdóttir
Við vitum þetta allt, við lesum um það og heyrum og sjáum ... en stundum tekur tíma að festa sér nýjar venjur. Í bókinni VAKANDI VERÖLD eftir Margréti Marteinsdóttur og Rakel Garðarsdóttur er búið að safna helstu ráðum um hvernig við getum farið betur með jörðina – og okkur sjálf í leiðinni. Þetta er bók fyrir alla sem bera velferð sína og umhverfisins fyrir brjósti. Verum vakandi, verum ábyrg. Þiggjum gjafir jarðar og gefum til baka. Viljum við vera föst í viðjum stjórnlausrar neyslu og sóunar – sem hefur slæm áhrif á bæði heilsu og fjárhag – eða viljum við vinna með náttúrunni, henni og okkur í hag? Það eru litlu breytingarnar sem skipta máli – og jörðin mun þakka okkur margfalt fyrir.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun