Jónas Ingimundarson er fæddur á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Bernska hans var á margan hátt erfið; móðir hans átti við veikindi að stríða og foreldrar hans skildu þegar hann var ellefu ára. Það vildi honum til happs að eiga stóra fjölskyldu sem studdi hann með ráðum og dáð og gerði sér grein fyrir þeim miklu hæfileikum á sviði tónlistar sem hann var gæddur.
Þetta er sagan af lopapeysustráknum frá Þorlákshöfn sem eftir langt nám og harða baráttu vann sigur og hlaut viðurkenningu alþjóðar. En Jónas er ekki aðeins píanóleikari af guðs náð, heldur hefur hann einnig verið kórstjóri, kennari, skipuleggjandi tónleika og síðast en ekki síst unnið ómetanlegt starf við að kynna tónlistina.
Jónas er einlægur hugsjónamaður, hefur ósvikna kímnigáfu og einstakt lag á ná til fjöldans og láta öðrum líða vel í návist sinni.
Margt mun koma á óvart í þessari áhrifaríku og skemmtilegu sögu um líf og list eins ástsælasta og merkasta tónlistarmanns þjóðarinnar. Bókin er rækilega myndskreytt og henni fylgja tveir geisladiskar með leik Jónasar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tveir geisladiskar fylgja bókinni.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun